Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ríki utan ESB - 640 svör fundust
Niðurstöður

Sýnir skuldaklafi Grikkja að fjórfrelsi Evrópusambandsins var vanhugsað frá upphafi?

Frelsi til fjármagnsflutninga er ein stoð svonefnds fjórfrelsis. Við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga í heiminum varð til ójafnvægi í heimshagkerfinu, ekki einungis innan ESB. Á meðan sum ríki höfðu afgang í viðskiptum við útlönd og söfnuðu umframsparnaði, flæddi mikið lánsfé inn í önnur ríki sem söfnuðu háum ...

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

Er æskilegt að skrá hjónaband sem fram fór á Íslandi ef maður er búsettur í Bretlandi, til dæmis vegna réttinda hjóna eða barna þeirra?

Evrópuvefurinn leitaði svara við ofangreindri spurningu hjá sýslumanninum í Reykajvík. Ekki fengust svör við því hvernig málum væri háttað í Bretlandi en gefnar þær upplýsingar að á Íslandi þarf að sýna fram á hjónavígsluvottorð ef óskað er eftir að hafa hjónabandið skráð. Slíkt er þó ekki nauðsynlegt, en getur ve...

Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best, í gula pakkanum (sjá vinstra megin á mynd), er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandinu. Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheeri...

Hver er stefna ESB gagnvart jafnrétti kynjanna?

Meginreglan um jafna meðferð kvenna og karla hefur verið ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins allt frá stofnun þess og nær aftur til ársins 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Reglunni var þó ekki beitt fyrr en á áttunda áratugnum þegar ákvæðið um sömu laun fyrir s...

Hver er réttarstaða innflytjanda í ESB sem er giftur Íslendingi?

Innflytjandi frá þriðja ríki sem er giftur ríkisborgara aðildarríkis ESB eða EES hefur samsvarandi rétt til frjálsrar farar og dvalar á Evrópska efnahagssvæðinu og maki, en réttur hans er þó háður rétti makans. Viðkomandi þarf alla jafna ekki að sækja um dvalarleyfi í aðildarríkjunum en til að dvelja lengur en þrj...

Hvernig beitir ESB sér gegn stríðsátökunum í Sýrlandi?

Evrópusambandið hefur opinberlega fordæmt stríðsátökin í Sýrlandi og beitt sér fyrir að friður komist á þar í landi. Um leið hefur sambandið stutt uppreisnarmenn í Sýrlandi og beitt ýmsum þvingunaraðgerðum gegn sýrlenskum stjórnvöldum. Þar má helst nefna vopnasölubann sem hefur mikið verið til umræðu innan samband...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í febrúar 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar árið 2014 á Evrópuvefnum: Hver er munurinn á varanlegum undanþágum og sérlausnum í samningaviðræðum við ESB, í lagalegum skilningi? Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur? Helstu sáttmálar ESB Helst...

Hvernig hefur sjávarútvegsstefna ESB þróast í tímans rás?

Fyrstu tillögurnar að sameiginlegri stefnu í sjávarútvegsmálum voru settar fram árið 1968 og mótaðar að fyrirmynd sameiginlegu landbúnaðarstefnunar. Miklar deilur ríktu um mótun stefnunnar á árunum 1976-1983 en lausn deilnanna fólst að hluta til í innleiðingu reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Árin 1992 og 2...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?

Í stuttu máli er svarið nei. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu er vinsæl aðferð úti í heimi til að laða að erlenda framleiðendur, meðal annars í ríkjum Evrópusambandsins. Endurgreiðslur sem þessar eru ríkisaðstoð. Almennt séð er ríkisaðstoð talin geta raskað samkeppni á mar...

Frjálslynt lýðræði

(liberal democracy) er haft um þá stjórnskipun sem algengust er á Vesturlöndum nú á dögum. Það einkennist m.a. af skorðum sem ríkisvaldi eru settar með lögum, af fulltrúalýðræði, stjórnarandstöðu með viðurkennd réttindi, markaðshagkerfi og frjálsri fjölmiðlun. Ýmis ríki sem hafa sótt um aðild að ESB hafa þurft að ...

Sanngjörn skil

(fr. juste retour) er haft í Evrópufræðum um það að hvert ríki fái í sinn hlut sanngjarnan ávinning miðað við framlag þess til ESB. Bretar héldu lengi uppi háværum kröfum í þessum anda en aðrir hafa nú tekið við því hlutverki. Talið er að þessi hugsun verði til þess að erfitt reynist að hækka hlutfall þeirra tekna...

Efnahags- og myntbandalagið

Efnahags- og myntbandalagið (e. Economic and Monetary Union, EMU) er samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- og peningamálum. Formleg ákvörðun um stofnun EMU var tekin af ráði ESB í lok árs 1991 og voru ákvæði um samstarfið innleidd í sáttmála sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Samstarfi...

Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB?

Evrópuvefurinn hefur fjallað þónokkuð um áhrif mögulegarar aðildar Íslands að ESB á íslenskan landbúnað. Þeir þættir sem helst hafa verið teknir til umfjöllunar eru þróun og núverandi uppbygging landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, samanburður á íslenskum og evrópskum landbúnaði, möguleg lækkun matvælaverðs komi t...

Leita aftur: